Hönnu Birnu sem formann

Bara mín skoðun að Hanna Birna ætti að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Við sáum öll að allt róaðist í borgarstjórn og virtist hafa gengið vel þegar hún tók við borgarstjóraembættinu og ég hef fulla trú á að hún yrði enn betri sem formaður XD.
mbl.is Íhugar varaformannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju að líka þetta?

Já ókei jej hún játar, held samt að það séu fleiri vondir punktar við þessa frétt heldur en slæma svooo ég spyr aftur; af hverju að líka þetta?

Btw er að fara í 3 útskriftir í dag ég er 18 og mamma var að bjóðast til að þvo á mér hárið ;_;


mbl.is Játar morð á börnum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AACHH VIRKAR EKKI!!

Ansans, mig langaði að horfa og ég fæ þetta ekki til að spilast :(

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/05/oddvitar_takast_a/


mbl.is Oddvitar takast á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 dagar

Ég er búin að vera með niðurteljara síðan ég var 16 um hve langt sé í að ég verði 18... 10 dagar eftir :S

Gamla gamla.

101 leið til að vera hent út úr Samkaupum Úrval by Guðbjörg og Hinrik.

001. Hanga þar nógu lengi.
002. Fara í glímu.
003. Hafa læti.
004. Kæla sig í frystinum.
005. Fara í slag.
006. Skylmast með sópum.
007. Opna alla ísskápana.
008. Setjast ofan í frystirinn.
009. [Ritskoðað]
010. Taka dúett (illa)

Ókei það eru ekki fleiri leiðir... en maður er alltaf velkominn aftur :D

Hey og btw, facebook bannið mitt sem ég tala um í seinasta bloggi entist í 10 daga.

Annað sem er að gerast í mínu lífi:

Aðalfundur NFSN var í dag, NFSN er Nemendafélag Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Það var gaman, en flestir voru pirraðir.

Lífefnafræðipróf á morgun, ég á að vera að læra fyrir það. Kennarinn er ekki nógu ánægður með mig.

Sendi póst á alla kennara skólans og fallbeygði nafnið mitt vitlaust.

Jarðfræðiprófið í gær gekk pínu betur en ég hélt...

Jón Þór Magnússon og Marta Magnúsdóttir eru partí planarar fyrir afmælið mitt sem er eftir 10 daga.

Er að fara á fund með Bjarna Ben í Borgarnesi á morgun <3

Eg gisti hjá Sigrúnu Ellu á föstudaginn, við horfðum á 101 Dalmatíuhunda, Lísu í Undralandi og Pétur Pan.

Ég var eiginlega ekkert að horfa því ég var í símanum.

Er líklega að fara að safna hári aftur í sumar :D

Silja Rán kemur til landsins 2. júní, get ekki beðið!

Alexandra og Steinunn Júlía eru að fara til Rússlands í maí eða júní, held ég.

Sigrún Ella er að fara til Bíldudals í sumar :(

Sæbjörg Lára er að fara í háskólann í haust, og hún er búin að hringja í mig tvisvar í dag.

Bættu núna við "ef þú veist hvað ég meina ;)" fyrir aftan allar setningarnar og lestu upphátt. Perralegt right?

Guðbjörg út

í sumarið


Facebook bann

Ég er í sameiginlegu smettisskruddubanni með vinkonu minni Sigrúnu Ellu. Nú eru nýyfirstaðin lotuskipti í FSN sem þýðir að það er enn lítið sem ekkert að gera. Svo ég fór að blogga, og ég gúgglaði "gúggul".

Það var frí í skólanum í dag (sjúkraprófsdagur) svo ég svaf "út" til 10 en þá þurfti ég að fara í svínaflensusprautu. Mælt var með því að við fengjum hana áður en við færum til Kenýa í sumar og svo erum við Sonja og Marta að fara í sprautu fyrir lifrarbólgu A og B á fimmtudaginn.
En ég er að fara að horfa á White Out með pabba núna BÆ


Árshátíð og Gufuskálar

Sæll lesandi, ég ætla að segja þér frá hvað ég var að bralla seinustu viku, allavega fimmtudags til sunnudags.

Þemadagar FSN (Fjölbrautaskóla Snæfellinga) voru á fimmtudag og föstudag. Hægt var að skrá sig á ýmsar stöðvar svo sem dans, stomp, prjónakaffi, fatasöfnun, jóga, pönnukökubakstur, horfa á gamlar kvikmyndir, hellaskoðun og sitthvað fleira.

Ég fór í stompið í fyrra og var í því báða dagana svo ég ákvað að breyta aðeins til og skráði mig í fleiri stöðvar en ég gat farið á. En ég byrjaði í stompinu. Sá sem sá um það hét Jón Geir eða eitthvað og er trommarinn í Ampop. Eftir hádegi hafði ég hins vegar ákveðið að fara í hellaskoðunina sem Valdimar jarðfræðikennari hafði yfirumsjón með.

Við fórum með rútunni að purkhólum og fundum einhvern helli sem heitir Hólahellir minnir mig. Leiðsögumaðurinn Ægir Þór fylgdi okkur um hellirinn sem var nokkuð stærri en ég bjóst við og vissi ekki að það væru svona stórir hellar hér á Nesinu. En þetta var rosalega skemmtilegt og ég er ennþá með hrufluð hné eftir að ég og Saga fengum þá hugmynd að skríða um í gegnum litla holu í hellinum, frábært það. En Valdimar bauð upp á Ópal og allir voru með hjálma.

Við vorum aðeins á eftir áætlun og vorum ekki komin til baka í FSN fyrr en kl 16, en þess má geta að þessi rúta átti að fara með aðra skólakrakka út í Hólm kl 15:30, svo þau fengu að hanga aðeins lengur upp í skóla að skemmta sér.

Föstudagurinn var einnig skemmtilegur, en ég byrjaði á því að ætla mér að sofa hálftíma lengur en venjulega en það breyttist þegar svörtum bimma var lagt í innkeyrsluna og byrjaði að flauta.
Þá kom ég hress upp í skóla og gekk í hringi þar til ég endaði í fiskabúrinu og horfði þar á tvo nýjustu þættina af How I Met Your Mother.

Um hálfellefu var svo spurningakeppni milli nemenda og kennara. Í kennaraliðinu voru Marvin enskukennari og fyrrum gettu betur keppandi, Hrafnhildur félagsfræðikennari og Jakob heimspeki og lífsleiknikennari. Í liði nemenda voru ég, Birgir Pétursson og Addi Copperfield, en Brynja Aud guggnaði á seinustu stundu en Addi var ólmur í að komast í liðið.

Keppnin endaði þannig Nemendur 27 - Kennarar 26, veit ekki alveg hvað mér finnst um það en auðvitað gaman að vinna, og þess má geta að Tommi Freyr samdi spurningarnar. Eftir spurningakeppnina var Gólið haldið, en það er innanhúss-söngkeppni FSN þar sem sigurvegarinn fer og keppir fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri í apríl.

Þrjú atriði voru í Gólinu. Jón Haukur, Kristján Sigurður og Nonni Bjarna spiluðu Apologize, Una Hlín söng frumsamið lag og undir spiluðu Alex Maron... og einhverjir fleiri Vestfirðingar sem ég man ekki alveg nöfnin á... og svo var Svanur Fannar sem söng og undir spilaði upptaka þar sem hann spilaði á allt.
Það var svo hljómsveitin frá Vestfjörðum sem sigraði. Ú, og ekki má gleyma því að stomp-hópurinn var með atriði á undan sjálfri keppninni. Svo voru grillaðar pylsur og Marvin og Hilmar buðu upp á soja-pylsur fyrir forvitna.

Ég er ábyggilega með nóg efni í svona 5 blogg en hér kemur seinni helmingurinn.

Eftir skólann skutluðu Sæbjörg og Sessa mér heim en Sæbjörg var ólm í að sjá í hverju ég ætlaði á árshátíðina um kvöldið. Ég sýndi henni líka prinsessukjólinn sem Marta fékk lánaðan frá Huldu systur en Sæbjörg fékk bara sjokk við að sjá hvað var óhreint í herberginu hennar, svo sýndi Sæbjörg Sessu þjarkinn minn (sem er gat á svo hann er ljótur og loftlaus). Við spjölluðum eitthvað en þær fóru svo heim um þrjú og ég fór í sturtu. Ég klæddi mig svo í sparifötin og fór að spila Modern Warfare 2, ég þarf að æfa mig í honum en þetta er mergjaður leikur. Fór samt í millitíðinni til Elínar og Sonju að reyna að fá ráðleggingar hvað ég ætti að gera við hárið á mér.

Sæbjörg og Sessa voru eitthvað seinar úr Hólminum en við vorum mættar rúmlega 19:00 í Klif í Ólafsvík. Og þar sem Alexandra var ekki nógu ákveðin fengum við ekki sæti með vinum okkar en við fundum ágætt borð hjá Steinari Darra og Unni.
Ég nenni ekki að fara í gegnum alla árshátíðina en ég segi að hún var alveg sæmileg og ég var kosinn Námsmaður FSN og Marta systir var Hlátur FSN.

Ballið byrjaði svo um miðnætti og Buff spiluðu og ég skemmti mér allavega mjög vel. Það var líka "Edrú-pottur" í gangi og eina sem þurfti að gera til að komast í hann var að blása í áfengismælinn, án þess að vera búinn að drekka, og ég held að sjaldan hafi edrúprósentan verið jafn há á balli.

Ég fékk svo far með Elínu, Steinunni, Hinrik og Bríet heim og var farin að sofa rúmlega þrjú, en ballið var búið eitthvað fyrir þrjú.

Ég svaf yfir mig og vaknaði klukkan hálfníu um morguninn en ég, Marta, Sonja og Andri vorum að fara á fjallamennskunámskeið á Gufuskálum sem byrjaði klukkan 9. Við vorum mætt þangað 09:35, ekki svo slæmt...

Þá voru einhverjir gaurar með fyrirlestur til hádegis en þá fórum við upp á jökul, eða eins langt og við komumst í grenjandi rigningu og roki. Við byrjuðum á að "síga" eftir að hafa fest siglínur í steinhnullunga, svo fórum við að renna okkur niður snjóbrekku og stöðva okkur með ísexi og svo fórum við að skoða hvernig hægt er að tryggja sig í snjó. Og ég held að það hafi ekki verið einn þurr staður á mér þegar við komum heim. En ég skellti mér bara í sturtu og ætlaði síðan að fara að horfa á Stargate Atlantis, en ég steinsofnaði yfir því og svaf til níu um kvöldið, náði restinni af Gettu betur og fékk ís.

Við mættum á réttum tíma klukkan 9 á sunnudeginum, en ég var alveg að sofna í fyrirlestrinum en við fórum loksins út. Í dag var allavega ekki rigning og við komumst töluvert hærra í jökulinn en hitinn var -7°C. Við gerðum heldur lítið fannst mér miðað við hvað við vorum lengi þarna en við lærðum svona ágætlega á ýlurnar og um snjólög. Það var samt mjög gaman og maður ætti bara að finna sér fleiri svona námskeið. Á leiðinni heim rúntuðum við aðeins í Ólafsvík og dissuðum hana áður en við keyrðum heim í Grundó. Og já, alveg rétt, ég keyrði víst á máf á leiðinni á Gufuskála um morguninn og öskraði víst eitthvað svakalega, spyrjið Mörtu, Sonju eða Andra út í þetta ef þið viljið vita meira.

Þetta var rosalega skemmtileg og fræðandi helgi en ég er ekki alveg viss hvort hún hafi toppað fyrstu helgina á árinu þar sem við fórum í nýársútilegu Kópa í Þverárdal.


F í framsögn

Fanney Sumarliðadóttur þykir gaman að "gúggla" fólk, þ.e. skrifa fullt nafn einstaklings í leitarvélina "Google" og skoða niðurstöðurnar. En það leiddi hana á þetta blogg og hún varð alveg gjörsamlega miður sín að sjá það að svo stórir hugar eins og ég sjálf bloggaði ekki oftar til að deila visku minni og speki fyrir heiminum.

Auðvitað tek ég ekki fram glappaskotin sem Fanney benti mér á en núna sýnist mér ég nú þegar hafa gert það.

En á vitsmunalegri nótum. Ég gerði heimavinnuna mína fyrir janúar í dag og ég á að vera að gera eitthvað enskuverkefni sem er bara svo leiðinlegt að ég hélt það yrði skemmtilegra að blogga. Ekki samt misskilja mig, mér finnst mjög gaman að læra þegar ég byrja á því. Var áðan á Skype í Conference við Sonju og Sæbjörgu Láru vinkonur mínar og við vorum að gera stærðfræði úr áfanga 503, sem er gaman þegar maður fattar það, eins og flest annað.

[ritskoðað]

Jámm, ég strokaði efnisgreinina hérna fyrir ofan út því ég hélt hún gæti móðgað nokkrar, aðallega eina samt, manneskju.

Suðbjörg Goffía út ~ 


FRÉTTABLOGG

Seriously WTF er að fólki!?!

En á öðrum nótum,
MORFÍS keppni milli MH og FSN er eftir 32 tíma og æfingar munu standa frameftir degi. Keppnin verður haldin í sal FSN. Nemendur FSN og MH fá frítt inn en gestir borga 500kr. Allir velkomnir.

Á morgun, fimmtudaginn 19. nóvember, verður einnig haldið upp á það að 40 ár eru liðin frá því að maðurinn steig fyrst á tunglið. Bein útsending verður til NASA og hafa nemendur og gestir tækifæri til þess að spyrja geimvísindamenn spurninga út í allt sem varðar NASA, tunglferðirnar, geimgöngur og fleira slíkt.
FSN er einn af 4 öðrum alþjóðlegum skólum í heiminum sem mun taka þátt í þessari beinu útsendingu. Góð aðstaða er

Frí verður svo á föstudaginn 20. nóvember fyrir nemendur skólans. Þá ætla ég að skreppa í bæinn með vinkonum mínum. Þær eiga miða á forsýninguna á Twilight (önnur þeirra er aðeins oof mikill aðdáandi) en mig langar að fara í bæinn því ég er bara búin að fara einu sinni í bæinn í þessum mánuði, and I need my dose.
En já Steinunn keyrir og mig langar að vera í haglabyssusæti því annars þarf ég að vera með Rebekku og Hjörvari aftur í, nono.
Síðan var ég nú bara að pæla í því að kíkja á Elínu frænku mína og Heiðbrá Clöru og Þuríði Brynju frænkur okkar, og þar af leiðandi myndi ég líka hitta Huldu, sem er ekki verra. En annars er ég með gistingu hjá hinni systur minni í Mosó.
Ég kíki líka nokkuð pottþétt í bíó, man samt ekki eftir neinni mynd í augnablikinu sem ég er eitthvað ólmí að sjá. Ég heyri að Paranormal Activity sé scary en gæti líka alveg farið á SAW VI, Law Abiding Citizen, The Informant!, Pandorum en ég væri reyndar mergjað til í að sjá Toy Story í þrívídd. Ég sé hvernig fer.

En þetta var útúrdúr. Ég er að blogga og bloggarar eiga víst að koma skoðunum sínum á framfæri. Ég er að lýsa dagskrá minni yfir helgina og hvað er á seyði í lífi mínu næstu daga.

Það stendur hérna einhvers staðar á síðunni hversu margir dagur eru í það að ég verði 18 ára. Það eru allavega minna en 6 mánuðir.
Eins og flestir sem ég þekki vita þá er ég að fara til Kenýa næsta sumar. Að fá opnaða alla 18 ára reikninga í vor gæti freistað manns mikið til þess að vera ekkert að stressast yfir peningavandræðum en það eru bara ekki allir svo "heppnir".
Var ég bara heppinn að þessir peningar voru lokaðir inni á bók og ég gat ekki eytt þeim í eitthvað sem mig langaði í? Ég held ekki. Ég færði stóran hluta af þessum peningum þarna inn sjálf því ég vissi að þeir myndu ávaxta sig og upphæðin hefur hækkað stöðugt milli ára.
Ef ég tek svo þá ákvörðun að snerta ekki þessa peninga þar til ég verð 20? Hvernig færi ég að því... í fyrsta lagi myndi ég taka þátt í fjáröflunum sem skátaflokkurinn minn er að halda til að komast á skátamót í sumar til þess að ég þurfi að greiða sem minnstan ferðaskostnað. Með því að standa mig vel í skóla get ég klárað hann á næstu þremur önnum og hafið háskólanám haustið 2011. Þá verð ég 19 ára. Hvar ætla ég að búa í millitíðinni? Hvað er að því að búa hjá foreldrum sínum ef skólinn sem maður gengur í er í 7 mínútna göngufjarlægð frá húsinu þeirra? Ég treð druslunni sem ég á yfir á litlu systur mína og losna við nokkra byrði af því. Ég er komin með fína vinnu næsta sumar og ég ættti auðveldlega að geta hugsað út plan til þess að láta þá peninga ekki hverfa eins og skot.
En af hverju get ég ekki fundið vinnu í jólafríinu?!


Haustfrí

Hvað þarf að gera í haustfríinu?

 

  • lesa the two towers
  • klára leiðarbók í íslensku fyrir miðnætti í dag .. sem ég ætti að vera að gera í staðinn fyrir þetta
  • undirbúa kynningardag á sunnudag fyrir skáta
  • byrja á ritgerð í jarðfræði
  • sofa

 

þetta virðast vera aðalmál á dagskrá hjá mér en ég á örugglega eftir að enda á því að gera eitthvað svona:

 

  • sofa
  • lesa hálfa two towers
  • ná að klára leiðarbók.. dúd, ertu ekki ennþá byrjuð á henni?
  • mæta á kynnigardag
  • skoða um hvað er hægt að skrifa í ritgerð
  • glápa á kvikmyndir og doogie howser
Jass, væri reyndar algerlega game í að gera nýtt myndband.. og ég þarf btw að fara að láta öll myndböndin sem ég hef gert, í samstarfi við aðra, hingað inn á.
Hvað um það, ég ætla að reyna að læra, en fyrst, MATUR! 

 


Hvað gerði ég á föstudaginn?

ennti ekki að læra í gær svo ég þarf að gera það í dag en ég gleymdi að blogga í gær svo ég verð að gera það líka í dag.En á föstudaginn var ég úti í þessu frábæra veðri að taka upp. Svo í gær var ég eitthvað að klippa með svona mini-útgáfu af pinnacle sem heitir eitthvað spin, allavega betra en movie maker þó það vanti mikið af fítusum.Hérna er smá vísbending um hvað myndin er; 

stuttmynd

ókei, þessi mynd er greinilega ekki að virka... 

iPods

 mig langar í: iPhone og macbook air, reyndar ekki svo mikið air því það er bara eitt usb tengi, sem er rugl.

Ég er komin með eitthvað mac æði eftir að ég lagaði gamla iPod photoinn.
hérna er semsagt mynd af þessu, ipod nano, ipod classic og svo stóra flikkið ipod photo, sem mér finnst að eigi að heita ipod classic.

 

Apple

Hérna er svo myndaf iPhone, macbook air og pro held ég.

 langar bara í þetta út á flottheitin en ég

 er víst að fara til kenya næsta sumar svo maður þarf að spara þó að ég sé komin með vinnu næsta sumar og á ábyggilega eftir að ná mér í slatta af pening þar.
Annars.. þá var ég að skoða aðeins verðið á þessu, iphoninn er samt úr sögunni fyrst búið er að

 setja einhverja svaka læsingu á hann á íslandi nema ég kaupi einhverja gamla útgáfu eða notaðan síma.
Til að fá smá verðsamanburð.
Macbook air (2.13GHz) í applebúðinni á íslandi ~ 350.000kr
Macbook air (2.13GHz) af amazon ~ 250.000kr
Macbook air (2.13GHz) applebúð BNS ~ 226.000kr (plús shipping)

Macbook pro 17" (2.53GHz) applebúð íslandi.. ekki til, eru bara með 2.8GHz á ~ 450.000kr
Macbook pro 17" (2.8GHz) amazon ~ 215.000kr
Macbook pro 17" (2.53GHz) applebúð í BNA ~ 190.000kr (btw kostar +1000$ að fara upp í 2.8GHz)

 ég var að tala við baldur sem nýlega festi kaup á pro og hann segir að maður getir fengið skólaafslátt á þessu (allavega í bna) sem er 300$/38.000kr og frír ipod touch með (sem maður getur svo selt á 200$ svo í raun 500$/63.000kr afsláttur.

 "Once you go Mac, you never go back"  Wink **edit** ég var að tala aftur við baldur og þessi skólaafsláttur er farinn af.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband