Bloggmogg

Ég er ekki búin að blogga fyrir ykkur í smá tíma. Ég sá Sonju nefnilega vera að lesa bloggið sitt og þá sagði ég "ég ætti kannski að fá mér blogg" en þá fattaði ég og sagði "nei bíddu, ég á blogg, nema ég blogga aldrei" döö.
Ég er komin vel inn í facebook loksins og er í einhverju farmville. Ég á afmæli eftir 239 daga og Sigrún eftir 249.

Kort


Jólafrí

Vika í jólafrí, engin lokapróf, GAMAN.

Blah

I'm so like Fry!
I'm Fry, who are you? by Lexi

Pjakkur í sigi

Unglingadeild björgunarsveitarinnar Klakks, Pjakkur, fór að síga í dag og það var nú bara svaka stuð. Minni alla á pjakkur.blogcentral.is en þar eru myndir og blogg um fundina.Sig.06.04.08 042

Leikurinn á móti Grindavík í gær fór 8-6 fyrir Grindavík en það var samt mjög gaman að spila í Reykjaneshöllinni. Minni alla á 3flokkurkvenna.blogcentral.is en það er síða 3. flokks kvenna í Grundó.

Ég á afmæli eftir einn mánuð og einn dag. Þessa stundina er ég að hlusta á This is an Advertisement með Jakobínarína RIP. Ég er að fara að tannbursta mig þegar ég er búin að skrifa þetta. Minni alla á last.fm en það er einhverskonar tónlistarsíða.


Ummm, nýtt ár?

Kominn 21. jan og EM á fullu. Næstum allir kennararnir voru veikir í dag þannig að við fengum næstum bara forfallakennara. Man ekki hvað eða hvort ég hafi ætlað að skrifa eitthvað sérstakt svo við segjum þetta gott í bili.

REBUBBLED

AHAHAHAA!! Ehemm, vann loksins Bubble struggle og hef allt í einu allt of mikinn frítíma. Er svo að fara að pakka og kaupa lukkupakka því á morgun eru litlu jólin og svo er komið frí Smile 

 


Próf 1/7

Tókum dönskupróf í morgun og gekk bærilega. Er að spá í að reyna að setja einhver myndbönd hérna inná. Annars er bara að segja að Sonjavarð 15 í gær, til hamingju, en er eitthvað slöpp. Frjálsar á eftir og svo byrjar helgin.

Lexý spangó

Hæ, Alexandra er að fá spangir og ég er að reyna að læra. Marta er í kleinubakstri. Veit ekkert hvað ég á að gera í dag þannig að ég fer örugglega bara í sims nema ég finni eitthvað skárra að gera. Ætla að finna mér eitthvert æti. Bæjó.


Búin í vinnunni

Er búin með mitt tímabil í vinnuskólanum og fékk derhúfu og bakpoka.  Annars er næst á dagskrá að reyna að taka eitthvað til hérna í húsinu áður en farið verður til Katalóníu :P. Kl 5 eru frjálar en ég missti af þeim á mánudaginn útaf einhverju. 4.flokkur fór til Hvolsvallar til að fara að keppa og eitthvað blabla bla.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband