1. Fara drulluhægt niður rennibrautina og syngdu strumpalagið á leiðinni og öskraðu svo þegar þú kemur út í vatnið eins og það hafi komið þér á óvart að rennibrautin væri búin og það væri vatn við endan á henni. 2. Farðu í laugina í froskalöppum, sundbol (asnalegum) og með risastór sundgleraugu og láttu eins og þú sért hrædd/ur við vatnið. 3. Farðu á sundbrautina (helst þar sem einhver er) og farðu nokkrar ferðir og syntu hundasund. 4. Öskraðu "kúkur í lauginni, kúkur í lauginni" og hlauptu uppúr og í sturtu. 5. Skrúfaðu frá öllum sturtunum og syngdu "mér finnst rigningin góð" og hlauptu milli sturtnanna (þótt að einhver sé að nota hana). 6. Stökktu alltaf ofaní heitu pottan, og öskraðu "BOMBA"!! 7. Halltu dyrunum á gufuni opnum .... 8. Biddu um að ræsa sveppinn, hlauptu í kringum hann og öskraðu "ég er æðstistrumpur, ég er æðstistrumpur"!! 9. Mættu með bók, sestu með hana í heitapottinn og lestu upphátt. |
Flokkur: Menning og listir | 15.4.2006 | 19:08 | Facebook
Athugasemdir
Já...ljómandi skemmtilegt. Ég ætla að prófa liði 5,6 og 8 við fyrsta tækifæri.
Hilmar Örn Ó., 16.4.2006 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.