Var á Smiðjudögum í Grundarfirði um helgina. Skátarútan fór frá Hraunbæ 123 rúmlega 19 á fös og ég var þvílíkt glöð að sjá Laufey co-Kenyafara þarna því við virtumst vera einu '92 módelin þarna.. mestallir hinir 96-94, :S
Svo tók það rútuna ca 3 tíma að komast á leiðarenda og við báðar illa sofnar og allir krakkarnir hyper... djöfull erum við að verða gamlar.
En þetta var fínt í heild, frekar steikt og við gistum í íþróttasal grunnskólans. Ég steinrotaðist auðvitað, vaknaði samt með semi-hausverk báða dagana enda var ég ekki vakinn neitt pent, en það var víst reynt og þurfti að taka til harkalegri aðgerðir.
Ég stal svo ca 20 DVD myndum að heiman til að hafa alveg nóg að glápa á næstu svona 2 vikur. En ég er með lista yfir myndir sem ég tók bara svo ég týni örugglega engri og setti þær í stafrófsröð þó það sé örugglega betri leið til að raða þeim :Þ
A Bugs Life (1998)
Austin Powers: International Man of Mystery (1997)
Cars (2006)
Children of Men (2006)
Fight Club (1999)
Finding Nemo (2003)
Gladiator (2000)
Godzilla (1998)
JFK (1991)
Kill Bill vol. 1 (2003)
Kill Bill vol. 2 (2004)
Lara Croft: Tomb Raider (2001)
Monsters, INC (2001)
Police Academy (1984)
Se7en (1995)
Stand by Me (1986)
The Incredibles (2004)
The Matrix (1999)
Toy Story (1995)
Toy Story 2 (1999)
Vonandi get ég dreift huganum með þessum myndum, og tek það fram að eina ástæðan fyrir að Cars er þarna inná er því að hún er í Pixar pakkanum mínum.
Ég er að lenda í einhverju skrítnu sem hefur ekki gerst fyrir mig áður svo ég muni... Ég held það sé í fyrsta skipti að koma yfir mig alvöru umhugsun þar sem mér er virkilega sama hvað einhverjum finnst :S einn maður sem ég vil segja að sé vinur minn.. og ég hef nefnt hann áður víst, er í fýlu út í mig, ég get skilið það en ég kann ekki að bregðast rétt við þessum aðstæðum og mér þykir þetta svo óþægilegt að ég veit ekki hvað.
Finnst eins og hann sé að vera óþroskaði aðilinn en ég held ég þurfi að taka þetta á mig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning