Skóli, skóli, skóli...

Skólar sem mig langar að prófa eru farnir að verða of margir, tók tvö ár í FSN sem er fínasti skóli en var bara komin með svo mikinn námsleiða að ég ákvað að skipta yfir í MR, einfaldlega vegna þess að mig hafði alltaf langað að prófa hann, ekki flóknara en það. En núna finnst mér hann frekar lame og fornaldarlegur :S

Langar að flytja til Akureyrar en þar væri pottþétt megagaman að fara í MA, mig samt grunar að hann væri frekar líkur MR nema vonandi aðeins tæknivæddari (þráðlausa netið er ekki einu sinni opið fyrir nemendur í MR). Þar sem ég á ca 26-30 einingar eftir af stúdentnum og er 18 ára þarf ég ekki að vera að stressa mig svo mikið um að klára, stefnan var að útskrifast í vor úr FSN en nú er það breytt. Hins vegar ef ég færi svo til Akureyrar þá myndi ég vilja fara í VMA, eiga þar tvær annir og útskrifast jólin 2011. Ég væri samt mikið til í að fara í fjarnám þar en það er eiginlega of dýrt fyrir mig :S

Það sem ég myndi lika vilja mjög mikið væri að finna sér nýjan stað, hugsanlega herbergisfélaga, vinnu og fara kannski í kvöldskóla í MH eða dagskóla í MK, flestir vinir mínir eru í þessum skólum og ég hef bara heyrt fína hluti. Ólíkt MR þar sem maður heyrir stunur eins og verið sé að slá fólk með svipu og of margir muldrandi "ég hata MR".

Þetta var draumurinn í sumar:
2 ár í FSN
2 ár í MR
2 ár í Lögregluskólanum

Núna er planið orðið frekar mikið breytt og ég veit eiginlega ekki hvað ég á eða vil gera. Jafnvel hafði hvarflað að mér að fara aftur í FSN, þá í fjarnám. Mig langar að búa í Reykjavík en ég er ekki að meika það hérna á Vesturgötunni.

Held samt að fyrst þurfi ég að byrja á að segja gömlu hjónunum hvað ég vil gera, þegar ég næ að mana mig upp í það þá fer þetta vonandi að skýrast ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband