Kvikmyndaáhorf og afmæli

Siggi góðvinur minn átti afmæli í dag.. eða 12. tæknilega séð. Ég og Hrefna vinkona mín fórum í Smáralindina í dag og keyptum smá gjöf handa honum og hann var bara nokkuð sáttur =)

Annars var ég bara mest að skutlast um með Sigga í dag, mest ómerkilegt stúss. Enduðum svo í sundi í Laugardalslaug þar sem við gátum aðeins kíkt á stemmarann fyrir Ísland-Portúgal í fótbolta. Náðum svo í Hrefnu af Carnegie, leigðum mynd og horfðum á hjá henni. Hún hét The New Daughter.. held ég gefi henni 4 IMDb stjörnur en hún er með 5,3 þar fyrir. Langt síðan ég hef fengið svona gott kvikmyndakvöld, horfði reyndar á The Princess Diaries 2 með Siggu og Hrefnu fyrr í vikunni og horfði á Transformers á RÚV um helgina, það virðist bara allt að vera að gerast með þessar myndir. Transformers er fín mynd að mínu mati og get yfirleitt alltaf horft á hana, en það er skemmtilegra á stærri skjá með heimabíóið í lagi, minnir að ég hafi jafnvel séð hana tvisvar í bíó haha :D

Mikið svaka er þetta allt áhugavert, annars finns mér þægilegt að vita af því að svo virðist sem mjög fáir lesi þetta blogg, miðað við fyrri færslu sem fékk engin komment. Það þýðir þá að ég ætti að geta skrifað um hvað sem er sem gæti hugsanlega nýst mér ef ég þarf að vitna í eitthvað í framtíðinni.

Ég gæti t.d. sett inn einn frekar mikið creepy punkt, en það er að ég sá, ok ég get ekki verið of tiltekin með þetta svo ég umorða aðeins.. ég sá eina stelpu sem að er núna með einum gaur sem ég þekki, held samt hún viti ekkert hver ég er en annar vinur gaursins sem hún er með sýndi mér hana á facebook og mér datt í hug að bjóða henni far en var að fara annað svo stoppaði ekki og var mjöööööög fegin því að ég held að maður bara bjóði ekki random fólki far í miðjum Kópavogi :S

Ætli ég fari samt ekki bráðum að sofa, IRCið virðist vera að læðast upp að mér aftur, það er bara drama þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband