Færsluflokkur: Vefurinn
Hæhæ, ansi langt síðan ég kíkti á bloggið mitt, ener bara hérna í sumarvinnunni minni í V atnshelli á Snæfellsnesi að bíða eftir að einhver komi en annars er ég að fara heim eftir smá.
Var að hugsa að taka bloggsíðuna mína í smá yfirhalningu en aðalástæðan fyrir skrifum mínum var til að deila með öllum að ég stóðst kexskápinn í vinnunni í allan dag en ég er byrjuð að hreyfa mig aðeins á ný og farin út að hlaupa 2 km flesta morgna með tíkina mína. Er ansi stolt af því vegna þess að ég hef sjaldan getað vaknað mikið fyrr en ég verð að fara á fætur fyrir vinnu eða skóla. Enþar sem ég verð hvort eð er að viðra tíkina af hverju ekki að reyna gera smá æfingu úr því.
Ég er að vinna hérna út september a.m.k. Kannski eitthvað í október en þá fer ég aftur í bæinn. Þá er ég búin að lofa nokkrum vinkonumað mæta með þeimí ræktina en held þær fari allar á mismunandi stöðvar svo ég verð eitthvað að hagræða með hverri ég fer hehe.
En já ætla fara kanna hvort einhverjir fítusar hafi breyst hérna í ipadnum mínum sem kærastinn minn gaf mér til að mér leiddist ekki ívinnunni :)
Vefurinn | 4.9.2013 | 17:47 (breytt kl. 17:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já sko á afmæli 7. maí og er að útskrifast 19. maí þannig mér finnst allt í lagi að gera pínu óskalista
- Leðurjakki (jájá ég púlla það kannski ekki en langar samt í!!)
- Ný fartölva (hún er alveg að deyja þessi hérna )
- Carhartt buxur (já mér finnst þær töff )
- Keilur og stöff í hátalarana (þarf að laga gömlu hans pabba)
- Ný gleraugu (bara venjuleg... væri líka gaman að fá sólgleraugu )
- Og evrópskan gjaldmiðil
Vefurinn | 31.3.2011 | 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var á Smiðjudögum í Grundarfirði um helgina. Skátarútan fór frá Hraunbæ 123 rúmlega 19 á fös og ég var þvílíkt glöð að sjá Laufey co-Kenyafara þarna því við virtumst vera einu '92 módelin þarna.. mestallir hinir 96-94, :S
Svo tók það rútuna ca 3 tíma að komast á leiðarenda og við báðar illa sofnar og allir krakkarnir hyper... djöfull erum við að verða gamlar.
En þetta var fínt í heild, frekar steikt og við gistum í íþróttasal grunnskólans. Ég steinrotaðist auðvitað, vaknaði samt með semi-hausverk báða dagana enda var ég ekki vakinn neitt pent, en það var víst reynt og þurfti að taka til harkalegri aðgerðir.
Ég stal svo ca 20 DVD myndum að heiman til að hafa alveg nóg að glápa á næstu svona 2 vikur. En ég er með lista yfir myndir sem ég tók bara svo ég týni örugglega engri og setti þær í stafrófsröð þó það sé örugglega betri leið til að raða þeim :Þ
A Bugs Life (1998)
Austin Powers: International Man of Mystery (1997)
Cars (2006)
Children of Men (2006)
Fight Club (1999)
Finding Nemo (2003)
Gladiator (2000)
Godzilla (1998)
JFK (1991)
Kill Bill vol. 1 (2003)
Kill Bill vol. 2 (2004)
Lara Croft: Tomb Raider (2001)
Monsters, INC (2001)
Police Academy (1984)
Se7en (1995)
Stand by Me (1986)
The Incredibles (2004)
The Matrix (1999)
Toy Story (1995)
Toy Story 2 (1999)
Vonandi get ég dreift huganum með þessum myndum, og tek það fram að eina ástæðan fyrir að Cars er þarna inná er því að hún er í Pixar pakkanum mínum.
Ég er að lenda í einhverju skrítnu sem hefur ekki gerst fyrir mig áður svo ég muni... Ég held það sé í fyrsta skipti að koma yfir mig alvöru umhugsun þar sem mér er virkilega sama hvað einhverjum finnst :S einn maður sem ég vil segja að sé vinur minn.. og ég hef nefnt hann áður víst, er í fýlu út í mig, ég get skilið það en ég kann ekki að bregðast rétt við þessum aðstæðum og mér þykir þetta svo óþægilegt að ég veit ekki hvað.
Finnst eins og hann sé að vera óþroskaði aðilinn en ég held ég þurfi að taka þetta á mig.
Vefurinn | 18.10.2010 | 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skólar sem mig langar að prófa eru farnir að verða of margir, tók tvö ár í FSN sem er fínasti skóli en var bara komin með svo mikinn námsleiða að ég ákvað að skipta yfir í MR, einfaldlega vegna þess að mig hafði alltaf langað að prófa hann, ekki flóknara en það. En núna finnst mér hann frekar lame og fornaldarlegur :S
Langar að flytja til Akureyrar en þar væri pottþétt megagaman að fara í MA, mig samt grunar að hann væri frekar líkur MR nema vonandi aðeins tæknivæddari (þráðlausa netið er ekki einu sinni opið fyrir nemendur í MR). Þar sem ég á ca 26-30 einingar eftir af stúdentnum og er 18 ára þarf ég ekki að vera að stressa mig svo mikið um að klára, stefnan var að útskrifast í vor úr FSN en nú er það breytt. Hins vegar ef ég færi svo til Akureyrar þá myndi ég vilja fara í VMA, eiga þar tvær annir og útskrifast jólin 2011. Ég væri samt mikið til í að fara í fjarnám þar en það er eiginlega of dýrt fyrir mig :S
Það sem ég myndi lika vilja mjög mikið væri að finna sér nýjan stað, hugsanlega herbergisfélaga, vinnu og fara kannski í kvöldskóla í MH eða dagskóla í MK, flestir vinir mínir eru í þessum skólum og ég hef bara heyrt fína hluti. Ólíkt MR þar sem maður heyrir stunur eins og verið sé að slá fólk með svipu og of margir muldrandi "ég hata MR".
Þetta var draumurinn í sumar:
2 ár í FSN
2 ár í MR
2 ár í Lögregluskólanum
Núna er planið orðið frekar mikið breytt og ég veit eiginlega ekki hvað ég á eða vil gera. Jafnvel hafði hvarflað að mér að fara aftur í FSN, þá í fjarnám. Mig langar að búa í Reykjavík en ég er ekki að meika það hérna á Vesturgötunni.
Held samt að fyrst þurfi ég að byrja á að segja gömlu hjónunum hvað ég vil gera, þegar ég næ að mana mig upp í það þá fer þetta vonandi að skýrast ;)
Vefurinn | 13.10.2010 | 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Siggi góðvinur minn átti afmæli í dag.. eða 12. tæknilega séð. Ég og Hrefna vinkona mín fórum í Smáralindina í dag og keyptum smá gjöf handa honum og hann var bara nokkuð sáttur =)
Annars var ég bara mest að skutlast um með Sigga í dag, mest ómerkilegt stúss. Enduðum svo í sundi í Laugardalslaug þar sem við gátum aðeins kíkt á stemmarann fyrir Ísland-Portúgal í fótbolta. Náðum svo í Hrefnu af Carnegie, leigðum mynd og horfðum á hjá henni. Hún hét The New Daughter.. held ég gefi henni 4 IMDb stjörnur en hún er með 5,3 þar fyrir. Langt síðan ég hef fengið svona gott kvikmyndakvöld, horfði reyndar á The Princess Diaries 2 með Siggu og Hrefnu fyrr í vikunni og horfði á Transformers á RÚV um helgina, það virðist bara allt að vera að gerast með þessar myndir. Transformers er fín mynd að mínu mati og get yfirleitt alltaf horft á hana, en það er skemmtilegra á stærri skjá með heimabíóið í lagi, minnir að ég hafi jafnvel séð hana tvisvar í bíó haha :D
Mikið svaka er þetta allt áhugavert, annars finns mér þægilegt að vita af því að svo virðist sem mjög fáir lesi þetta blogg, miðað við fyrri færslu sem fékk engin komment. Það þýðir þá að ég ætti að geta skrifað um hvað sem er sem gæti hugsanlega nýst mér ef ég þarf að vitna í eitthvað í framtíðinni.
Ég gæti t.d. sett inn einn frekar mikið creepy punkt, en það er að ég sá, ok ég get ekki verið of tiltekin með þetta svo ég umorða aðeins.. ég sá eina stelpu sem að er núna með einum gaur sem ég þekki, held samt hún viti ekkert hver ég er en annar vinur gaursins sem hún er með sýndi mér hana á facebook og mér datt í hug að bjóða henni far en var að fara annað svo stoppaði ekki og var mjöööööög fegin því að ég held að maður bara bjóði ekki random fólki far í miðjum Kópavogi :S
Ætli ég fari samt ekki bráðum að sofa, IRCið virðist vera að læðast upp að mér aftur, það er bara drama þar.
Vefurinn | 13.10.2010 | 02:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haha, með mynd á leiðinni út sem kallast The Social Network eða Félagsnetið ætti þetta að vera pínu auglýsing fyrir myndina. En hún segir frá stofnendum síðunnar og læti. En ég er að fara í bíó á eftir á PIRANHA 3D í Smáranum endilega kíkið á hana, forsýning í boði kvikmyndir.is :D
Langt síðan ég hef bloggað samt... fór á smá rúnt í gær, fer í kveðjupartí til Alexöndru á morgun og eh gaman bara.
Facebook-vefurinn bilaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | 23.9.2010 | 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nígería fær 48 stunda frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | 2.7.2010 | 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já hæ, hafði ekki þolinmæði í að lesa þessa frétt mjög ítarlega, en ef einhver gæti útskýrt orðið "samheitalyfjafyrirtæki" fyrir mér vær það kúl.
heh :S
Stefnt að þriðja sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | 25.6.2010 | 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vefurinn | 16.6.2010 | 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Annars langar min líka í iPhone ;_;
Apple tekur risastökk" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | 8.6.2010 | 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)