F í framsögn

Fanney Sumarliðadóttur þykir gaman að "gúggla" fólk, þ.e. skrifa fullt nafn einstaklings í leitarvélina "Google" og skoða niðurstöðurnar. En það leiddi hana á þetta blogg og hún varð alveg gjörsamlega miður sín að sjá það að svo stórir hugar eins og ég sjálf bloggaði ekki oftar til að deila visku minni og speki fyrir heiminum.

Auðvitað tek ég ekki fram glappaskotin sem Fanney benti mér á en núna sýnist mér ég nú þegar hafa gert það.

En á vitsmunalegri nótum. Ég gerði heimavinnuna mína fyrir janúar í dag og ég á að vera að gera eitthvað enskuverkefni sem er bara svo leiðinlegt að ég hélt það yrði skemmtilegra að blogga. Ekki samt misskilja mig, mér finnst mjög gaman að læra þegar ég byrja á því. Var áðan á Skype í Conference við Sonju og Sæbjörgu Láru vinkonur mínar og við vorum að gera stærðfræði úr áfanga 503, sem er gaman þegar maður fattar það, eins og flest annað.

[ritskoðað]

Jámm, ég strokaði efnisgreinina hérna fyrir ofan út því ég hélt hún gæti móðgað nokkrar, aðallega eina samt, manneskju.

Suðbjörg Goffía út ~ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband